23.2.2008 | 22:21
Barnaleg ummæli Friðriks Ómars, til hamingju Regína Ósk
Þetta var án efa besta lagið. Vonandi að þetta stígi ekki honum Friðriki til höfuðs. Hann er óttalega montinn. Og ef ég man rétt, þá fór hann í fýlu þegar hann tapaði síðast. En til hamingju Regína Ósk. Áfram Ísland.
Eurobandið fer til Serbíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér sem hefur alltaf líkað svo vel við hann. Núna missti hann nokkur prik. Þetta var alltof langt yfir strikið...
Berglind Hermannsdóttir, 23.2.2008 kl. 22:26
Sammála! ...eins og ég tók fram hér á einhverju blogginu. Þetta komment Friðriks Ómars mátti svo sannarlega missa sín!
Adda (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 22:28
já...... er sammála síðasta ræðumanni.... allveg var þetta gjörsamlega óþarfi hjá Friðrik........
Fanney Björg Karlsdóttir, 23.2.2008 kl. 22:35
Ég er sammála, hann hefði nú jafnvel mátt sleppa því að segja þetta.... þetta er samt roslega mikill sannleikur hjá honum og kannski máttu sterabúntin og gógópían þeirra aðeins fá að heyra það... enda búin að vera víst með miklar blammeringar í garð hinna keppenda!
Áfram Ísland... loksins fáum aftur við keppendur inn sem eru að gera þetta að fullri alvöru!
Sissa (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 22:35
Sammála. Montinn
kristjan (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 22:45
Ég elska þetta komment frá Friðriki og þau eru svo frábærlega rétt. Svo var kúl þegar henn skellti kossi á Valla sport.
Ívar K (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 22:57
Friðrik missti klárlega prik með þessu kommenti, var þetta virkilega efst í huga þegar hann var búinn að vinna?
Sterabúntin hafa gefið sig út fyrir að vera ekki að gagnrýna eða tala niður hina flytjendurna og ég hef ekki orðið vör við að þau hafi verið að því..
En ég er sátt við þessi úrslit :)
María (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 23:55
Ætlar hann að skjóta sig í fótinn með þessu? Er fólk búið að gleyma trommurnar hans frá því í fyrra?
Dark Side, 24.2.2008 kl. 02:02
Hvað sagði hann??? "Missti" af þessum þætti....
Coka (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 08:28
Kannski var hann einmitt að tala um trommurnar í fyrra.
Annars findist mér í lagi ef þessu væri beint að þessu sjálfhverfu, yfirbrúnkuspreyjuðu, rammfölsku og yesterdays news, chippendales "hó" liði. Þessi Gilsnegger eða hvað hann nú kallar sig er orðin svo þreyttur eitthvað. Kominn langt framyfir síðasta söludag. Við gætum eins sent súludansara út eins og að senda hann og hans fylgdarlið. Kominn tími til að rítæjera.
Linda (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 08:47
Friðrik Ómar er frábær og verður okkur til mikils sóma í Serbíu í vor. Kannski var verið að svara fyrir sig ? Áfram Ísland.
Júlíus Garðar Júlíusson, 24.2.2008 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.