Hver er rasisti?

Ég lenti í einkennilegu atviki um páskana.  Við fjölskyldan vorum búin að panta okkur sumarbústað í Svignaskarði og komum við í Bónus í Borganesi til þess að versla í matinn.  Konan fór inn að versla, en ég hugsaði um 5 mán. gömlu dóttir mína og auk þess var sú eldri einnig í bílnum.  Ég tók eftir því að bílinn hægra megin við mig var í gangi.  Allt í einu kemur þar maður með lítið organdi barn og ætlar að setja það í bílinn(við hliðina á mér) og rekur hurðina í bílinn minn.   Ég var ekki sáttur enda hlaut hann að sjá hvað hafði gerst, auk þess að hann leit beint á mig.  Síðan ætlaði hann að keyra í burtu.  Ég opnaði og kallaði til hans:  "Þú skelltir hurðinni utan í bílinn minn!"  Þá hélt ég að hann ætlaði í mig, hann varð svo reiður.  Hann kallaði í sífellu:  " Hvað! Hvað! Það sést ekkert". Ég sagðist ekkert vera viss.  Og hann ætlaði augljóslega að keyra í burtu.  Þá ákvað ég að skrifa niður bílnúmerið hans og settist upp í bílinn minn aftur.  Við þetta varð hann brjálaður.  Bankaði ýtrekað á bílgluggann: "OPNAÐU! OPNAÐU!"  Ég verð að segja það að ég var orðinn pínulítið skelkaður og ég hringdi á lögregluna.  Á meðan við biðum, arkaði hann eins og ljón í búri, úthúði mér á íslensku og ensku til skiptis.  Loks kom lögreglan og tók skýrslu af honum og síðan töluðu þeir við mig.  Ég sagðist vera feginn að þeir komu, því mér leist ekkert á blikuna.  En þeir hlógu bara og sögðu að þessi ágæti maður hefði kallað mig RASISTA.  Auk þess kallaði hann lögregluna RASISTA líka.

Mig langar að segja á móti að þessi ágæti maður er í raun RASISTINN í þessu atviki því hann kom mjög dónalega fram við mig og lögregluna.  Hann var mjög æstur og reiður strax þegar ég ræddi við hann.

 Ég kom aldrei fram við hann sem útlending á nokkurn hátt, ég tók ekki eftir því að hann væri útlendingur fyrr en hann úthúðaði mig á ensku, en annars talaði hann mjög góða íslensku.

Mig langaði að koma þessu á framfæri að þessu útlendingahatri á ekki bara við útlendinga, heldur einnig við okkur íslendinga, allavega í mínu tilviki.

 Á morgun ætla ég að fá tjónið bætt.

 Takk fyrir mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband